Hversdagsheimur og stórviðburðir Vestmannaeyja í sjötíu ár
19. janúar, 2017
Sumarið 1947 fór Sigurgeir Jónasson í Skuld út í Álsey. Meðferðis hafði hann myndavél er systir hans, Sjöfn, hafði fengið skömmu áður í fermingargjöf. Skyldi nokkurn tíma hafa hvarflað að þessum 12 ára dreng að þar með væri ævibrautin ráðin, með myndavél um hálsinn næstu 70 árin?
Myndaalbúm eru enn varðveitt í Álsey frá þessari fyrstu ljósmyndaferð og sumrunum næstu á eftir. �?au bera með sér sannindi hins forna málsháttar að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.
Fyrsta ljósmynd Sigurgeirs í landsmálablöðum birtist á prenti í Tímanum í ágúst 1958. Um var að ræða ljósmyndasyrpu af viðburðinum er stór hvalavaða var rekin inn í Botn. Ári síðar eða árið 1959 réðst Sigurgeir til starfa á Morgunblaðinu og var fréttaljósmyndari þar samfellt í 60 ár. Samhliða starfaði Sigurgeir hjá Bæjarútgerð Vestmannaeyja, á Flugfélagi Íslands, sem hafnarvörður og víðar. �?á var Sigurgeir jafnframt fréttaljósmyndari hér á Fréttum, síðar Eyjafréttum, í um áratug eða frá 1975-1985. Auk þess var hann mjög virkur í �?ór, bæði í íþróttum og stjórnunarstörfum.
Heimsfrægar eldingamyndir
Sigurgeir varð heimsfrægur er svonefndar eldingamyndir hans í Surtseyjargosinu birtust í öllum helstu blöðum heimsins undir lok árs 1963 og fyrrihluta árs 1964. �?ar má nefna Time og Life Magazine, National Geographic, Paris Match og miklu fleiri þekkt stórblöð.
Myndirnar af eldingunum tók Sigurgeir út á Breiðabakka þann 1. desember 1963 og segir í gögnum hans að þekktasta myndin hafi verið tekin á tíma frá kl. 19:25 til kl. 19:2650 eða í eina og hálfa mínútu. �?essi nákvæmni í vinnubrögðum segist Sigurgeir hafa lært af Sigurði �?órarinssyni jarðfræðingi sem Sigurgeir kynntist vel í Surtseyjargosinu. Margir sem þekkja Sigurgeir telja að þar hafi Sigurður fundið óvenju næman nemanda.
Vinsamlega ruglið ekki
�?g hygg að Sigurgeir hafi ekki verið vinsæll maður á Mogganum. Til þess eru fyrirmæli hans til þeirra starfsmanna sem þurftu að handfjatla myndirnar áður en þær fóru í blaðið einfaldlega of nákvæm. Framan á filmurnar eða útprentið er ævinlega kveðja: ,,Vinsamlega ruglið ekki�??… ,,Umfram allt látið ekki ruglast�?? … eða ,,Varðveitið filmurnar sérstaklega og látið þær alls ekki liggja í ryki eða óhirðu!�?? Og alltaf er sama lokakveðjan: ,,Sendið filmuna svo strax til baka.�??
�?essi nákvæmni einkennir allt æviverk Sigurgeirs. Aftan á nánast hverri einustu svart/hvítu ljósmynd er ítarleg skráning með dagsetningum, nafnalista, jafnvel hugleiðingum um tilefni myndatökunnar og kassanúmer. Jafnvel slidesmyndirnar, með sín fáu og smáu auðu svæði, eru útfyllt af sömu natni. Víða er ansi smátt skrifað. Líklega er þó flokkunin á ljósmyndum Sigurgeirs hans mikilvægasta framlag til aukins aðgengis að efninu. Vinnan að baki endalausri efnisflokkun er margfalt meiri en hægt er að ímynda sér að nokkur endist til. �?egar þar við bætist að safnið er hugsanlega stærsta ljósmyndasafn úr fórum nokkurs einstaklings hér á landi eru afköst Sigurgeirs og endalaus hugkvæmni við að skrá, draga saman, halda öllum heimildum til haga, bæta við hugleiðingum um tilurð einstakra ljósmynda og skrifa allt niður og varðveita líklega það sem mætti helst kallast ómennskt.
Enginn lagt í að telja
Enginn hefur enn lagt í að telja safn Sigurgeirs. Líklegustu tölurnar eru að allt að ein milljón mynda séu til sem útprentaðar svart/hvítar myndir, um ein til tvær milljónir sem slidesmyndir og að aðrar ein til tvær milljónir mynda séu enn varðveittar á filmum sem ekki hafa verið framkallaðar. Um 4-5 milljónir ljósmynda er því ævistarf Sigurgeirs Jónassonar.
�?að er merkilegt til þess að hugsa að þessi ótrúlegi fjöldi ljósmynda með öllum sínum nákvæmu skráningum, upplýsingum og heimildum fjallar að langmestu leyti um eitt viðfangsefni �?? Vestmannaeyjar.
Afrakstur þessa eina manns �?? Sigurgeirs �?? gerir það að verkum að ekkert byggðarlag hefur jafngóðan aðgang að eigin sögu sem Vestmannaeyjar. Atvinnusagan, mannlífsflóran, breyttir hættir hins daglega lífs, umhverfi sem var, hús sem eru horfin, í senn hversdagsheimur og stórviðburðir Eyjanna �?? allt þetta og svo miklu meira hefur Sigurgeir myndað, skráð, flokkað og tínt í sundur og saman í 70 ára samfelldri vinnu.
Hann er ekki einusinni hættur þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. Á hverjum degi �?? utan knattspyrnutíma og sunnudaga �?? mætir hann í Safnahúsið sem hýsir ljósmyndasafnið hans og heldur áfram að vinna við að velja efni og ljósmyndir fyrir sýningar sem haldnar eru reglulega í húsi Visku, símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, í samstarfi þeirra Arnars Sigurmundssonar, Kára Bjarnasonar og Sigurgeirs. �?á vinnur Sigurgeir löngum stundum að því að velja ljósmyndir sem birtast eiga á vefnum, enda verður safnið aldrei í heild aðgengilegt á veraldarvefnum. Hitt er verra að inn á sigurgeir.is og vestmannaeyjar.is er aðeins að finna ríflega 20.000 ljósmyndir eða vart meira en hálft prósent af safninu.
Í ómetanlegu starfi Sigurgeirs undanfarin tvö ár í Safnahúsinu hefur hann þess vegna smám saman farið í gegnum ljósmyndasafnið og valið úr hundruð þúsunda ljósmynda sem þá eru tilbúnar til að fara á vefinn. Markmiðið er að nýta næstu fimm árin til að koma öllum þeim ljósmyndum sem Sigurgeir hefur dregið saman og er að draga saman úr sínu ógnarstóra ljósmyndasafni og gera þær aðgengilegar á vefnum. �?að mun gerbreyta aðgangi að ljósmyndasafni hans og um leið gerbreyta aðgengi að sögu og þróun Vestmannaeyja undanfarin heil 70 ár. Megi það rætast.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst