Sigríður Lára Garðarsdóttir knattspyrnukona er Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016. �?etta var upplýst á samkomu í Höllinni í gærkvöldi þar sem félög innan ÍBV kynntu hvert sinn íþróttamann. �??Sísí Lára er fædd í Vestmannaeyjum 1994. Hún hóf mjög ung að stunda íþróttir í Eyjum og stundaði ásamt knattspyrnunni handbolta og golf áður en hún valdi að einbeita sér að knattspyrnuiðkun,�?? sagði Hjördís Steina Traustadóttir, formaður ÍBV-héraðssambands um Sigríði Láru sem strax eftir afhendingu fór í flug þar sem hún átti að mæta á landsliðsæfingu.
�??Sísí Lára hóf að leika með meistaraflokki ÍBV árið 2009 aðeins 15 ára gömul og lék það ár 10 leiki og gerði í þeim 2 mörk. Í dag hefur Sísí Lára leikið 126 leiki og skorað í þeim 21 mark. Í vor varð ÍBV liðið Lengjubikarmeistari og átti Sigríður Lára stóran þátt í þeim titli. Sísí Lára spilaði stórt hlutverk í liði ÍBV á Laugardalsvelli í ágúst í sjálfum bikarúrslitaleiknum en í þeim leik lögðu andstæðingar ÍBV ríka áherslu á það að halda Sísí Láru niðri. Í sumar var eitt að mörkum Sísíar Láru valið sem eitt af fallegustu mörkum fótboltasumarsins og var hún að meðal markahæstu miðjumanna í íslensku deildinni sumarið 2016,�?? sagði Hjördís m.a.
Fleiri viðurkenningar voru veittar og Vestmannaeyjabær afhenti styrki til íþróttafólks en nánar verður greint frá því í næsta blaði Eyjafrétta.