Sóttu mann með brjóstverk

Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út fyrr í kvöld af Neyðarlínunni til þess að sækja mann um borð í bát en maðurinn var með brjóstverk. Arnór Arnórsson hjá Björgunarfélaginu sagði að þeir hefðu farið með björgunarbátnum Þór að sækja manninn og að sjúkraflutningamaður og læknir fóru með að sækja hann, ekki var hægt að veita nánari […]
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða dómsmál

Vestmannaeyjabær ákveður að höfða dómsmál gegn Landsbankanum hf. til réttmætrar greiðslu endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 14. september 2018 var ákveðið að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum hf. til greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja. Við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 greiddi Landsbankinn stofnfjáreigendum samtals 332 m.kr. fyrir […]
Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans

Vestmannaeyjabær hefur valið Jarl Sigurgeirsson til að gegna stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Jarl er fæddur og uppaldinn í Vestmannaeyjum. Hann hóf tónlistarnám á unga aldri og spilar á trompet auk gítars og bassa. Hann hefur gengt starfi deildarstjóra, aðstoðarskólastjóra og skólastjóra (í afleysingum) við Tónlistarskólann frá árinu 2006. Jafnframt hefur hann verið stjórnandi Lúðrasveitar […]
Stjörnustríð á morgun laugardag

Á laugardaginn verður sannkölluð handboltaveisla í Íþróttamiðstöðinni þar sem ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn bæði í Olísdeild karla og kvenna. Stelpurnar spila kl. 16.00 en þetta er fyrsti leikurinn hjá þeim á þessu tímabili. Strákarnir eiga svo leik kl. 18.00 en það er ljóst að báðir þessir leikir geta orðið miklir spennu leikir. Það er […]
Sjóræningjar á uppskeruhátíð sumarlesturs

Hinn 5. júní sl. hófst sumarlestur Bókasafnsins með því að Dórótea úr Galdrakarlinum í Oz og Mary Poppins opnuðu sýn inní töfraheim klassískra bókmennta sem var þema sumarsins. Barnadeildin var lögð undir Galdrakarlinn í Oz, Bangsímon, Lísu í Undralandi, Pétur Pan og aðrar hetjur eilífrar æsku. Í gær, 13. september, lauk sumarlestrinum formlega með uppskeruhátíð […]
Opinn fundur SA í Vestmannaeyjum 21. september

Á næsta ári verður samið um lífskjör Íslendinga í fjölda kjarasamninga. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin á fjölda opinna funda hringinn í kringum landið næstu vikurnar. Boðið verður til opins […]
Krefst átta milljóna í miskabætur

Kona, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Vestmannaeyjum í september 2016, krefst átta milljóna króna í miskabætur auk vaxta frá 25 ára gömlum karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir árásina, en ákæran var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að maðurinn sé sakaður um að hafa kýlt konuna í andlitið við skemmtistaðinn […]
Andlát: Högni Sigurðsson

Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Högni Sigurðsson Helgafelli,Vestmannaeyjum Lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 22. september kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar Ágústa, Svana, Þorsteinn og Sísí (meira…)