Vestmannaeyjabær ákveður að höfða dómsmál gegn Landsbankanum hf. til réttmætrar greiðslu endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja
Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 14. september 2018 var ákveðið að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum hf. til greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 greiddi Landsbankinn stofnfjáreigendum samtals 332 m.kr. fyrir allt stofnfé í sjóðnum. Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins. Dómkvaddir voru þeir Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, og dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna.
Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hefur Landsbankinn nú hafnað.
Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína.
Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst