Tækifæri fyrir ný framtíðarstörf

Þegar fjórða iðnbyltingin er að ryðja sér til rúms í sjávarútvegi með aukinni framleiðni, verðmætasköpun og betri afkomu, fækkar störfum í greininni. Það er því verkefni atvinnulífsins að mæta þeirri þörf með nýjum störfum. 

Vestmannaeyingar eins og önnur sveitarfélög kalla eftir nýjum opinberum störfum og störfum án staðsetningar. Mikilvægast er að skapa störf, sem eru undirstaða velmegunar og gjaldeyristekna. Vel launuð störf sem geta tekið á móti því fólki sem hverfur úr sjávarútvegi er það sem samfélagið í Eyjum þarf á að halda. Störf sem tengjast nýsköpun, hugviti og ferðaþjónustu eru störf sem sterkt atvinnulíf, einstaklingar og sveitarfélag ættu að leggja til fjármagn og reynslu. Atvinnulífið, einstaklingar með fjárhagslegum stuðningi og sveitarélagið með beinni aðkomu að markaðssetningu Vestmannaeyja.

Tæpar 2 milljónir ferðamanna á Suðurlandi

Á árinu 2018 er talið að 1.7 milljón ferðamanna hafi ekið yfir brúnna á Ytri Rangá við Hellu og þegar best lét fóru rúmlega 4.000 bílar yfir Gatnabrún við Vík í Mýrdal á dag. Þúsundir stoppuðu við Seljalandsfoss og Skógafoss á hverjum degi. Afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu eins og Southcost adventure á Hvolsvelli sem hefur yfir 30 manns í vinnu og á tugi farartækja, hjóla og annarskonar afþreyingarbúnað hefur ekki minna að gera yfir vetrarmánuðina en yfir hásumarið. Á sama tíma og allt þetta fólk ekur um Suðurland er talið að 20.000 erlendir ferðamenn hafi beygt niður í Landeyjahöfn og siglt til Eyja.

Styrkja báðar stoðir samgangna við Eyjar

Vissulega þarf að bæta samgöngur við Eyjar. Auka öryggi siglinga í Landeyjahöfn og innanlandsflugið á Íslandi þarf að búa við lægri álögur sem gera reksturinn mögulegan og fargjöldin hófleg. Það má því segja að þær tvær stoðir sem standa undir samgöngum við Eyjar hafi hvorugar þá burði eða öryggi sem þarf til þess að treysta bestu mögulegu samgöngur við Eyjar allt árið um þessar mundir. Öruggar samgöngur eru undirstaða ferðaþjónustunnar allt árið, en ljóst er að það mun taka tíma að ná því marki. En það er ekki kostur að bíða með að hefja sóknina sem mun byggja á því góða sem þegar er til staðar hjá ferðaþjónustunni í Eyjum. Og vera komin á betri stað en í dag þegar samgöngurnar verða komnar í það horf sem við ætlumst til. Að því markmiði munum við öll vinna.

Ferðaþjónustan næsti vaxtarbroddur

Nú þegar liggur fyrir mikil fjárfesting í ferðaþjónustunni í Eyjum sem skapar fjölda starfa. Í nýútkominni skýrslu Ferðaþjónustan skiptir máli sem samtök í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum létu taka saman kemur fram að heildarfjárfesting í greininni er 6.1 milljarður og sumarstörfin tæplega 300 en yfir vetrarmánuðina starfa rúmlega 100 manns í greininni. Hér er sterkur grunnur til að byggja á og nú þarf samtakamátt atvinnulífs og bæjarfélags til að efla greinina enn frekar svo hún geti skapað fleiri heilsársstörf og verði næsti vaxtarbroddur atvinnulífs í Eyjum.

Bæjarfélagið gegnir lykilstöðu í uppbyggingunni

Sveitarfélagið þarf að koma myndarlega að kynningarmálum fyrir Vestmannaeyjar og leggja til þess fé á hverju ári eins og aðra innviði atvinnulífsins. Markaðssetningu má vinna með Íslandsstofu en þar eru verkefni unnin fyrir atvinnulífið með svokölluðum krónu á móti krónu samningum auk þess sem þeir veita fyrirtækjum og sveitarfélögum ráðgjöf. Það er ekki meira að sveitarfélagið styrki slíka markaðsstarfsemi en byggja hafnir fyrir sjávarútveginn og styðja menningar og íþróttastarfsemi í bænum.  Allt er þetta mikilvæg samfélagsleg verkefni. Bæjarsjóður nýtur tekna af allri atvinnustarfsemi og mikilvægt að sterkt sveitarfélag hlúi vel að öllu þáttum atvinnu- og mannlífs í bænum. Samstarf við Íslandsstofu og öfluga aðila í ferðaþjónustu er lykillinn að því að nýta þau tækifæri sem við höfum í dag. Við ætlum okkur að tryggja betur öruggar samgöngur og fjölga tækifærum í afþreyingu ferðamanna í Vestmannaeyjum allt árið. Ferðaþjónustan í Eyjum, uppbygging hennar, þjónusta og þekking eru mikil verðmæti sem hægt er að byggja á góða framtíð fyrir atgerfisfólk sem ekki má missa frá Vestmannaeyjum. Tími ferðaþjónustunnar er núna.

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.