Að pissa í skóna sína
2. febrúar, 2021

Einhvern tímann var mér sagt að austur í Kína hugsuðu þeir áratugi eða árhundruð fram í tímann. Á Íslandi hugsum við einungis til næsta dags.

Hvað er til ráða?

Uppí Skipalyftu liggur Blátindur og hvílir lúna eik. Hann skilaði þjóðfélaginu vel meðan hans naut við. Honum liggur ekkert á. Það eitt eru rök fyrir því að við sýnum honum virðingu. Hann og hans líkir drifu þjóðfélagið upp á afturlappirnar á síðustu öld. Takk fyrir það gamli. Að ætla að taka þá skyndiákvörðun að rífa skipið er ekkert annað en að pissa í skóna sína. Liggur eitthvað á að taka þessa ákvörðun? Er ekki alveg eins hægt að koma honum í skjól og taka þessa ákvörðun síðar? Mér dettur í hug flugskýli ISAVIA á Vestmannaeyjaflugvelli sem eingöngu er notað sem saltgeymsla. Kannski vildi Léttir kíkja í heimsókn honum til samlætis næstu árin. Á meðan gætum við andað rólega og ákveðið næstu skref í safnamálum okkar.

Í kjallara Sagnheima hvílir málverkasafn bæjarins sem telur hundruð verka íslenskra meistara sem flestir eru löngu gengnir, safn sem er engum til ánægju. Mér skilst að það sé mikils virði. Skyldu meistararnir hafa ætlum verkum sínum athvaf í geymslum en ekki fólki til yndisauka. Hvernig væri að selja þau á uppboði í rólegheitunum meðan félagarnir Léttir og Blátindur hvílast á flugvellinum og safna með því fjármunum til að koma þeim í sýningarhæft stand.

Félag áhugafólks um vernd Blátinds afhenti skipið nýupptekið í hendur bæjarins fyrir 20 árum og 30 milljónum síðan. Bærinn má skammast sín fyrir hvernig til hefur tekist og þá óvirðingu sem þessum aðilum er sýnd. Betra hefði verið að neita að taka við bátnum og nú á að kóróna óvirðinguna.

Af hverju Eldheimar?

Eldheimar er eitt glæsilegasta safn landsins en af hverju reistum við Eldheima? Af hverju skipti sú saga meira máli en önnur? Eldheimar liggja næst okkur í tíma. Ef gosið á heimaey hefði átt sér stað árið 1627 og tyrkjarán fyrir 48 árum síðan væri tyrkjaránssafn við rætur Eldfells. Tyrkjaránssafn á svo sannarlega rétt á sér.

Sagan sem gleymdist

Af hverju var Landlyst byggð á sínum tíma? Ginklofinn tók líf stærsta hluta hvítvoðunga í eyjum á átjándu og nítjándu öld. Hingað voru sendir fulltrúar danaveldis sem m.a. gerðu úttekt á húsakostieyjamanna. Sú saga er frekar ógeðfelld lesning. Hvernig væri að spýta í. Væri ekki gaman að sjá hvernig stöllurnar Guðríður Símonardóttir og Anna Jasparsdóttur lifðu fyrir 400 árum síðan. Það væri hægt að gera líkan, en líkan er ekki upplifun. Hefði ekki verið ódýrara að gera líkan að Eldheimum?

Líkan af Blátindi segir ekki neitt. Safngripurinn Blátindur á að vera upplifun. Safngesturinn á að geta farið um borð og upplifað það líf sem sjómönnum um miðja síðustu öld var boðið uppá. Það er safn. Eldheimar er upplifun. Það er safn.

Safnaráð

Ég sting uppá því að stofnað verði safnaráð sem gerir tillögur um safnastefnu til framtíðar. Að við tökum Kínverja okkur til fyrirmyndar og gerum áætlun til næstu 20 til 30 ára. Skynsamlegast væri auðvitað að halda áfram uppbyggingu við Eldheima þannig að öll söfn bæjarins verði þar í komandi framtíð. Slíkt hefur aldrei verið gert í neinu byggðarlagi landsins og myndi vekja mikla athygli. Þannig gætu íslendingar og erlendir ferðamenn komið hingað og notið sögunnar.

Piss piss og pelamál

Sú ákvörðun að senda Blátind á fund feðra sinna er stundarákvörðun bæjarstjórnar sem lítinn áhuga hefur á því að vernda fortíðina. Bæjarstjórn er stundarfyrirbrigði. Kannski koma bæjarstjórnir í framtíðinni sem sýna fortíðinni meiri áhuga. Gefum þeim tækifæri til þess að ákveða framtíð félaganna Blátinds og Léttis. Munið að það er skammgóður vermir að pissa í skóna sína.

 

Alfreð Alfreðsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst