Í sjöunda þætti er rætt við Jórunni Lilju Jónasdóttur um líf hennar og störf. Jórunn Lilja ræðir við okkur um lífshlaup sitt hvernig lífið var fyrir unga konu á frystitogara, fjölskylduna, sönginn og hvernig veikindi hennar hafa haft áhrif á hana í dag.
Jórunn Lilja greindist með taugasjúkdóm sem kallast FND eða á Íslensku Starfræn taugaröskun. Við ræddum svolítið um FND því að apríl er vitundarvakningar mánuður FND. Hægt er að forvitnast meira um sjúkdómin á neurosymptoms.org og fndhope.org ásamt fleiri síðum.
Í seinni hlutanum ætluðum við að vera með viðtal við Engilbert Gislason listmálara en því miður þegar að við fórum að hlusta á viðtalið við hann við vinnslu þáttana þá byrjaði það vel en varð síðan óskiljanlegt vegna hljóðtruflana í staðin fundum við frásögn frá Þorsteini Þórði Víglundssyni sem fæddur var 19. október 1899 og lést 3. september 1984. Hann les upp grein sem hann nefndi Bernskuminningar og birtist sú grein í Blik. Blik var blað málfundafélag Gagnfræðiskólans í Vestmannaeyjum.
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst