Harpa Valey í landsliðshópi Arnars

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A landsliði kvenna, hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17.  – 21. febrúar nk. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. […]

17 útskrifuðust úr Skrifstofuskólanum

Valgerður Guðjónsdóttir forstöðumaður Visku, segir hópinn í Skrifstofuskólanum, sem nú lauk nýverið, hafa verið fjölbreyttan og námið hafa gengið vel.  Forsagan er sú að Sólrún Bergþórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Visku óskaði eftir því að námið yrði kennt þar sem hún hefði orðið vör við áhuga á því að nám sem þetta yrði í boði í Vestmannaeyjum.  Áður hafði […]

Ég er bjartsýnn á betri tíma

EYJAMAÐURINN ÍBV-íþróttafélag kynnti á dögunum til leiks nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Haraldur Pálsson. Nafn: Haraldur Pálsson Fæðingardagur: 26. Apríl 1989 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Sambýliskona mín er Íris Þórsdóttir, synir okkar heita Þórarinn Ingi og Aron Gísli báðir 6 ára. Foreldrar mínir eru Rut og Páll, bróðir minn heitir Kristinn. Uppáhalds vefsíða: […]

Ávaxtakaka, nautakjöt og lasagne

MATGÆÐINGURINN Í síðasta blaði skoraði Sigrún Hjörleifsdóttir á systur sína, „Jónína Björk systir mín er búin að bjóða mér svo oft í mat upp á síðkastið að mér fannst tilvalið að hún yrði næsti matgæðingur Eyjafrétta.“   Heit kaka með ávöxtum og súkkulaði 2 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft […]

Fjarfundartækni nýtt hjá sýslumanni og héraðsdómi

Þau tímamót urðu í dag að fjarfundarbúnaður var notaður í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Dómssalur héraðsdóms Suðurlands er í húsnæði sýslumanns í Vestmannaeyjum við Heiðarveg og samnýta stofnanirnar fjarfundarbúnað í sinni starfsemi, sýslumaður fyrir fundi og fyrirtökur og héraðsdómur við meðferð dómsmála. Sérstakar heimildir þurfti til að sýslumenn og dómstólar gætu nýtt sér […]

Eyjar með augum gestsins

Í ágúst 1925 komu tveir sænskir smiðir til Vestmannaeyja til að byggja Betel. Húsið Betel var gjöf frá sænskum hvítasunnumönnum til lítils hóps fólks í Vestmannaeyjum sem eignast hafði lifandi kristna trú fjórum árum áður. Hjónin Signe og Erik Asbö og Sveinbjörg Jóhannsdóttir komu til Vestmannaeyja sumarið 1921 og boðuðu fólki trú og afturhvarf. Þeir […]

Áttu von á meiru en þakka fyrir þó þetta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð um veiðar á loðnu föstudaginn 5. febrúar sl. Eftir mælingar á loðnustofninum í lok janúar veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 127.300 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 66.300 frá fyrri ráðgjöf. Þá var ákveðið að freista þess að ná nýrri […]

Útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 550 milljónir í veiðigjald

Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020.  Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna.  Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár:  Ár  Upphæð álagðs veiðigjalds  2020    4,8 milljarðar króna  2019    6,6 milljarðar króna  2018  11,3 milljarðar króna   Gjaldendur Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934.  Þeir voru […]

Vestmannaeyjabær er í fyrsta sæti þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða

IMG 20201101 121245

Niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2020 voru kynntar á fjar íbúafundi síðdegis í dag. Eru niðurstöður könnunarinnar mjög jákæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær er efst þeirra 20 stærstu sveitarfélaga landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti þegar kemur að þjónustu við eldriborgara, þjónustu leikskóla, […]

Opinn fundur um samgöngu- og heilbrigðismál

Ágætu Eyjamenn. Í kvöld, miðvikudaginn 10. feb. kl. 20 – 21.30  boðar Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi boðar til fjarfundar í kjördæmaviku Alþingis. Fundurinn er fyrst og fremst um samgöngu- og heilbrigðismál með áherslu á Vestmannaeyjar og er öllum opinn þannig að við getum getum á einfaldan hátt tekið þátt í honum heima […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.