Baldur kominn á krana

Sjómannabjórinn í ár, Baldur var formlega kynntur í dag við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Hlynur Vídó hélt stutta ræðu og svo var fyrsta bjórnum dælt á glas. Skv. heimildum Eyjafrétta var húsfyllir á staðnum að þessu tilefni og Karlakór Vestmannaeyja tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. (meira…)

Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Fyrsta keppnisdegi lokið

Nú er fyrsta keppnisdegi á TM mótinu að ljúka og hefur ÍBV liðunum gengið ágætlega. Öll liðin hafa spilað þrjá leiki og hér fyrir neðan má sjá úrslitin. Það verður að telja stelpunum það til happs að veðrið hefur leikið við þær í dag og spáin er líka góð fyrir morgundaginn. ÍBV 1  Víkingur-1 – […]

Sjómannahelgin í söfnunum

Í Einarsstofu er myndlistasýning Villa á Burstafelli, sýningin ber yfirskriftina: byggðin undir hrauni. Það er opið alla helgina og frítt inn. (meira…)

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Sumarið er tíminn!

Við fögnum Sjómannadeginum um næstu helgi og í dag hefst TM mótið í knattspyrnu. Þessir tveir stóru viðburðir falla saman í tíma á nokkurra ára fresti og þá er nóg um að vera. Við hjá Vestmannaeyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. […]

Líkn gefur tæki fyrir eina og hálfa milljón

Eins og svo oft áður komu Líknarkonur færandi hendi á HSU í Vestmannaeyjum í gær og að venju fengu þær hlýjar móttökur. María Sigurjörnsdóttir, formaður Líknar fór fyrir hópnum. Að þessu sinni gáfu konunar, baðstóll, loftdýnur og lífsmarkamælir. „Alls er verðmæti þessara gjafa um ein milljón krónur. Einnig er á leiðinni heyrnarmælingatæki sem verður afhent á […]

Um 90 skip til hafnar í sumar

Það verður mikið að gerast í höfninni í Eyjum en von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum í sumar. Að sögn hafnarstjóra hófst siglingatímabilið í byrjun maí og von er á síðasta skipinu þann 20. september, svo sumarið er langt á höfninni í ár. Stærsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju í ár er 62.375 tonn, var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.