Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag, 9. júní og hefst hann kl. 12:00.
Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra.
Bæjarfulltrúar eru níu, fjórir frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá H-Lista og tveir frá E-lista. Tveir þeir síðastnefndu mynda meirihluta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst