Eins og svo oft áður komu Líknarkonur færandi hendi á HSU í Vestmannaeyjum í gær og að venju fengu þær hlýjar móttökur. María Sigurjörnsdóttir, formaður Líknar fór fyrir hópnum.
Að þessu sinni gáfu konunar, baðstóll, loftdýnur og lífsmarkamælir. „Alls er verðmæti þessara gjafa um ein milljón krónur. Einnig er á leiðinni heyrnarmælingatæki sem verður afhent á næstu dögum að verðmæti 500 þúsund krónur,“ sagði María.
Undanfarið hefur farið fram fyrirtækjasöfnun og einnig merkjasala á vegum félagsins. „Kunnum við þeim sem hafa styrkt okkur bestu þakkir fyrir,“ sagði María einnig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst