Töpuðu stórt á móti Þróttarkonum

Eyjakonur lentu á vegg þegar þær mættu Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld. Eftir nokkuð góða byrjun tóku heimakonur öll völd og röðuðu inn mörkum. Endaði leikurinn með fimm mörgum Þróttar gegn einu marki ÍBV. Skellur eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Með sigrinum komust Þróttarkonur upp í þriðja sæti en ÍBV er í því […]
Framkvæmda- og hafnarráð – Stytting Hörgaeyrargarðs – Stærri skip

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt að stytta Hörgaeyrargarð, nyrðri hafnargarðinn um allt að 90 metra. Með því fæst meira pláss til að taka inn skip og auðvelda innsiglingu þeirra.. Vestmannaeyjahöfn fékk Vegagerðina til að kanna hvaða möguleikar væru innan hafnar varðandi snúning á stærri skipum. Með því að breikka innsiglingarennuna mun það auðvelda […]
Rebekka Rut að byrja í tíunda bekk

Rebekka Rut Rúnarsdóttir er fædd 2007 og fer í tíunda bekk GRV á komandi skólaári. Hún er ánægð með árin níu sem hún hefur stundað nám við skólann. Sátt við kennarana og hún hlakkar til að setjast í tíunda bekk sem markar tímamót í lífi ungmenna á Íslandi. „Helsti kostur skólans er fjölbreytt nám og […]
Lögreglan lýsir eftir vitnum

Föstudaginn 12. ágúst sl. kl. 17:10 var ekið utan í bifreið á bifreiðastæði við Apótekarann og ekki tilkynnt um óhappið. Lögreglan er að rannsaka málið, en lýsir eftir vitnum sem kunna að hafa séð aðdraganda óhappsins. Vitni eru beðin um að hringja í síma: 444-2091 eða senda tölvupóst á vestmannaeyjar@logreglan.is. (meira…)
Matís – Leynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla?

Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022- 2023. […]
Pysjurnar lentar!

Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana. Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast […]
Pysjueftirlitið – Myndband á þremur tungumálum

Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga. Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku. Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og […]
Dýravinir ósáttir við Herjólf

Eftir óhappið í Herjólfi um helgina, þar sem bílalyfta kramdi tvo bíla, heyrist nú enn hærra í hagsmunahópi dýraeigenda í Vestmannaeyjum. Í frétt um málið á visir.is kemur fram að undirskriftalisti með 1.400 undirskriftum, um bætta aðstöðu gæludýra um borð, verði afhentur stjórn Herjólfs. Núverandi fyrirkomulag er þannig að sé gæludýr með í för, þarf […]