Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif
loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022- 2023.
Verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar fór í fyrsta sinn fram á síðasta skólaári með glæsilegum árangri. Tilgangur GFF er að vekja áhuga og efla þekkingu barna á loftslags- og umhverfismálum í þeim tilgangi að virkja þau til baráttunnar gegn loftslagsvánni og hvetja þau til grænnar nýsköpunar, vel tókst til á síðasta skólaári og var markmiðum svo sannarlega náð. Verkefnið fer fram í skólum undir leiðsögn kennara og hægt er að staðfæra verkefnin eftir þörfum hvers og eins skóla. Verkefninu er skipt í fjórar vinnustofur, vettvangsheimsóknir og MAKEathon.
Vinnustofurnar innihalda fræðilega umfjöllun og verkefni, vettvangsheimsóknirnar eru í
sjávarútvegsfyrirtæki og MAKEathonið er nýsköpunarkeppni. Eftir vinnusaman vetur síðastliðið skólaár var hápunktinum náð í MAKEathon nýsköpunarkeppni skólanna, þar valdi hver þátttökuskóli, Nesskóli í Neskaupstað, Árskóli á Sauðárkróki og Grunnskóli
Bolungarvíkur sitt framlag til landskeppni Grænna frumkvöðla framtíðar. Úrslitin voru kynnt í Nýsköpunarvikunni. Verkefnið heppnaðist vel og voru nemendur, kennarar og verkefnastjórar ánægðir með árangurinn.
Við hvetjum áhugasama kennara og skóla til að skrá sig til leiks fyrir skólaárið 2022-2023 með því að smella hér. Skráning er ekki bindandi og því mega þeir sem eru forvitnir endilega skrá sig líka. Einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Justine Vanhalst í netfang justine@matis.is ef einhverjar spurningar vakna. Að sjálfsögðu finnur þú Græna frumkvöðla framtíðar einnig á heimasíðunni graenirfrumkvodlar.com og inn á samfélagsmiðlum.
Rafrænn upplýsingafundur verður haldinn þann 18. ágúst næstkomandi, klukkan 13-13:30, þar verður farið yfir alla fleti verkefnisins og fólki gefinn kostur á að spyrja spurninga, nánari upplýsingar um fundinn eru sendar við skráningu.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst