Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Kamilla Dröfn Daðadóttir og Sara Rós Sindradóttir komu í Rauða krossinn með peninga, sem þær höfðu safnað með dósasöfnun, og vildu þær endilega koma þeim peningum til barna í Úkraínu. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gjöfina. Þessi mynd var tekin þegar þær afhentu afrakstur söfnunarinnar í Rauða krossinn. Með þeim eru Sigurður Ingason formaður og […]
Jólaþorskur í þungavigtarflokki

Ónefndur viðskiptavinur sölufyrirtækisins Frescolouro í Portúgal fer ekki í jólaköttinn í ár. Frescolouro kaupir saltfisk af framleiðslu- og sölufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, Grupiexe, og selur viðskiptavinum sínum. Sá ónefndi var svo heppinn að krækja í fisk sem vegur 12 kíló fullþurrkaður til að bera á hátíðarborð stórfjölskyldu sinnar um jólin. Ætla má að golþorskurinn hafi verið að minnsta kosti 40 […]
Steinlágu fyrir fyrir Haukum í Hafnarfirði

Eyjamenn sáu aldrei til sólar þegar þeir mættu Haukum í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Haukar hafa verið í basli það sem af er en náðu að lyfta sér úr fallsæti með sætum sigri ÍBV, 38:28. ÍBV er í sjötta sæti Olísdeildarinnar og því engin ástæða til að örvænta en þeir eiga erfiðan leik […]
Alþjóðlegur minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

Í dag er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Verður þeirra minnst í messu í Landakirkju sem hefst klukkan 13.00. Þar mun Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn flytja erindi. Allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum og aðrir kirkjugestir velkomnir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu. (meira…)