Í dag er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Verður þeirra minnst í messu í Landakirkju sem hefst klukkan 13.00. Þar mun Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn flytja erindi. Allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum og aðrir kirkjugestir velkomnir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst