Eyjamenn sáu aldrei til sólar þegar þeir mættu Haukum í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Haukar hafa verið í basli það sem af er en náðu að lyfta sér úr fallsæti með sætum sigri ÍBV, 38:28.
ÍBV er í sjötta sæti Olísdeildarinnar og því engin ástæða til að örvænta en þeir eiga erfiðan leik framundan þegar þeir mæta Fram á útivelli. Fram er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki en ÍBV tíu stig eftir níu leiki.
Markahæstir hjá ÍBV voru Elmar Erlingsson 10 tíu mörk og Rúnar Kárason sex.
Mynd Sigfús Gunnar:
ÍBV fagnar sigri fyrr í haust. það gerðu þeir ekki í gær en koma tímar og koma ráð.
Staðan:
|
L | Mörk | Stig |
Valur | 10 | 332:281 | 18 |
Fram | 10 | 299:292 | 13 |
Afturelding | 9 | 263:244 | 12 |
FH | 9 | 258:255 | 12 |
Stjarnan | 10 | 295:285 | 11 |
ÍBV | 9 | 304:275 | 10 |
Selfoss | 9 | 270:273 | 9 |
KA | 10 | 283:297 | 8 |
Haukar | 9 | 266:259 | 7 |
Grótta | 8 | 226:225 | 6 |
ÍR | 9 | 251:309 | 5 |
Hörður | 10 | 289:341 | 1 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst