Hátíðarfundur í Eldheimum

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær 3. júlí í Eldheimum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í tilefni þess sem einkenndist af þakklæti til allra þeirra einstaklinga sem stóðu vaktina og unnu myrkranna á milli við björgunarstörf og svo síðar uppbygginu. […]

Vindur vefst fyrir viðgerð

Krefjandi aðstæður og mikill vindur á bilunarstað gerir viðgerðarmönnum, sem annast viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3, erfitt fyrir. „Okkar fólk bíður átekta á sandinum eftir að vind lægi og hægt verði að halda áfram að fleyta strengnum í land. Ef allt gengur eftir og veðurguðirnir verða með okkur í liði þá munum við ljúka þeirri vinnu […]

Skráning  í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]

Opnun fjölbreyttra listasýninga í gær

Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli opnaði myndlistarsýninguna sýna “Gluggi vonarinnar” í Akóges í gær klukkan 16.00. Í verkum sínum í ár einblínir hann á nærumhverfið. Í skúrnum við Vestmannabraut 38 er fjölbreytt sýning sjö listamanna, en það eru þau Jónína Hjörleifsdóttir, Laufey Konný, Þuríður Matthíasdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Guðmunda Hjörleifsdóttir, Sigurður Vignir Friðriksson og Lucie Vaclavsdóttir. Báðar […]

Óðinn til sýnis til klukkan tvö í dag

Varðskipið Óðinn kom til Vestmannaeyja í gærmorgun í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Lagt var af stað sunnudagskvöld frá Reykjavíkurhöfn og í fylgd áhafnar var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Skipið er áfram til sýningar í dag á Nausthamarsbryggju frá kl. 10:00 til 14:00. Fullkomnasta björgunarskip á Norður-Atlantshafi […]

Mikil gleði á Skansinum í gær

Efnt var til sérstaks hátíðarviðburðar í gær í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti sem margir hverjir tylltu sér í grasinu til að fylgjast með þeim ávörpum og tónlistaratriðum sem boðið var upp á. Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar, flutti ræðu sína alfarið á […]

ÍBV – Stjarnan á Hásteinsvelli í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig og Stjarnan í sjötta sæti með tólf stig. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs. Leikir á dagskrá í dag: (meira…)

Dagskrá dagsins – 4. júlí

Annar í goslokum er runninn upp og ættu bæjarbúar og gestir að hafa um nóg úr að velja úr dagskrá dagsins. Hana má sjá hér að neðan. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.