Hátíðarfundur í Eldheimum

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær 3. júlí í Eldheimum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í tilefni þess sem einkenndist af þakklæti til allra þeirra einstaklinga sem stóðu vaktina og unnu myrkranna á milli við björgunarstörf og svo síðar uppbygginu. […]
Vindur vefst fyrir viðgerð

Krefjandi aðstæður og mikill vindur á bilunarstað gerir viðgerðarmönnum, sem annast viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3, erfitt fyrir. „Okkar fólk bíður átekta á sandinum eftir að vind lægi og hægt verði að halda áfram að fleyta strengnum í land. Ef allt gengur eftir og veðurguðirnir verða með okkur í liði þá munum við ljúka þeirri vinnu […]
Skráning í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]
Opnun fjölbreyttra listasýninga í gær

Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli opnaði myndlistarsýninguna sýna “Gluggi vonarinnar” í Akóges í gær klukkan 16.00. Í verkum sínum í ár einblínir hann á nærumhverfið. Í skúrnum við Vestmannabraut 38 er fjölbreytt sýning sjö listamanna, en það eru þau Jónína Hjörleifsdóttir, Laufey Konný, Þuríður Matthíasdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Guðmunda Hjörleifsdóttir, Sigurður Vignir Friðriksson og Lucie Vaclavsdóttir. Báðar […]
Óðinn til sýnis til klukkan tvö í dag

Varðskipið Óðinn kom til Vestmannaeyja í gærmorgun í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Lagt var af stað sunnudagskvöld frá Reykjavíkurhöfn og í fylgd áhafnar var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Skipið er áfram til sýningar í dag á Nausthamarsbryggju frá kl. 10:00 til 14:00. Fullkomnasta björgunarskip á Norður-Atlantshafi […]
Mikil gleði á Skansinum í gær

Efnt var til sérstaks hátíðarviðburðar í gær í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti sem margir hverjir tylltu sér í grasinu til að fylgjast með þeim ávörpum og tónlistaratriðum sem boðið var upp á. Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar, flutti ræðu sína alfarið á […]
ÍBV – Stjarnan á Hásteinsvelli í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig og Stjarnan í sjötta sæti með tólf stig. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs. Leikir á dagskrá í dag: (meira…)
Dagskrá dagsins – 4. júlí

Annar í goslokum er runninn upp og ættu bæjarbúar og gestir að hafa um nóg úr að velja úr dagskrá dagsins. Hana má sjá hér að neðan. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn […]