Langa mun framleiða kollagen

Langa ehf. opnar kollagenverksmiðju í næsta mánuði þar sem framleitt verður kollagen úr fiskroði, er segir á vef Fiskifrétta Viðskiptablaðsins. Unnið verður úr 100 til 150 tonnum af roði á mánuði, þ.e. 1.200 til 1.800 tonnum á ári og mun roðið koma bæði frá fiskvinnslum í Eyjum en líka ofan af landi. Undirbúningurinn að verkefninu […]
Tími til kominn að tengja

Viðgerðaskipið Henry P Lading liggur nú í höfn í Vestmannaeyjum þar sem undirbúningur stendur yfir á næsta fasa í viðgerðinni. Framundan er að taka upp bilaða strenginn, klippa á hann og tengja við nýja strengbútinn. En búið er að ganga frá nýja strenghlutanum í landi. Til að allt gangi að óskum þarf góðan veðurglugga og […]
Dansað, fiskað og róið á laugardaginn – Myndir

Fyrst á dagskrá á laugardaginn var ferð upp á Heimaklett með Svabba og Pétri Steingríms og fóru tæplega fimmtíu manns með í förina. Dorgveiðikeppni SJÓVE var haldin og róið var í tæpar fjórar klukkustundir á planinu við Brothers Brewery til styrktar minningarsjóði Gunnars Karls. Þeir sem áttu leið fram hjá HS veitum tóku eflaust eftir […]
Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)
Styrkja sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu í dreifðum byggðum

Starfshópur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum. Tillögur hópsins snúa einkum að því hvernig nýta megi heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að beita tímabundnum ívilnunum við endurgreiðslu námslána, til að styrkja mönnun […]