Langa ehf. opnar kollagenverksmiðju í næsta mánuði þar sem framleitt verður kollagen úr fiskroði, er segir á vef Fiskifrétta Viðskiptablaðsins. Unnið verður úr 100 til 150 tonnum af roði á mánuði, þ.e. 1.200 til 1.800 tonnum á ári og mun roðið koma bæði frá fiskvinnslum í Eyjum en líka ofan af landi. Undirbúningurinn að verkefninu hefur staðið í tvö ár.
„Við horfum líka til þess að vinna feitar afurðir, sem hafa almennt verið til vandræða fyrir vinnsluna hérna, brjóta þær niður í olíu og próteinhydrolysöt með ensímum. Með þessari aðferð er hægt að brjóta niður nánast hvaða fiskilífmassa sem er. En auðvitað er kollagen mjög áhugaverð vara og markaður þá vöru er mjög góður,” sagði Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri Löngu, í samtali við Fiskifréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst