Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en […]
Sjötíu fulltrúar ÍBV á Símamótinu

Um sjötíu stelpur frá ÍBV keppa núna á Símamótinu í knattspyrnu sem haldið er ár hvert af Breiðabliki í Kópavogi. Mótið stendur nú sem hæst en það var sett á Kópavogsvelli á fimmtudag og stendur til morguns, sunnudags. ÍBV sendir fulltrúa frá 5., 6., og 7. flokki. (meira…)
Líkur á rafmagnstruflunum á morgun

Í tilkynningu frá Landsneti og HS Veitum er varað við mögulegum rafmagnstruflunum á milli klukkan 10:00 og 15:00 á morgun, sunnudaginn 16. júlí. „Undanfarna viku hefur undirbúningur fyrir viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 staðið yfir á sjó og á Landeyjasandi. Á morgun verður vinna í gangi í Vestmannaeyjum sem mögulega gæti leitt til rafmagnstruflana. Næstu daga […]
Hvetja landsmenn til að njóta þess hlutverks að vera gestgjafar

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí. Þar opnuðu þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Verkefnið er hvatning til […]
Ríkið greiði að hámarki 800 milljón krónur fyrir vatnslögnina

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var meðal erinda á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Þann 3. júlí sl., undirrituðu þau Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, viljayfirlýsingu um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að almennt ber sveitarfélögunum skylda til að fullnægja vatnsþörf […]
Spennusetja strenginn næstu helgi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag var haldið erindi um rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorku, varaafl og rafmagnsþörf. Eins og fram kemur í fundargerð þá greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, frá stöðu viðgerða á rafmagnsstrengnum sem bilaði í janúarmánuði síðastliðnum. Skv. Landsneti eru erfiðar aðstæður á hafsbotni sem hafa gert það að verkum að viðgerðin hefur dregist. […]