Tímabundin verslun 66° Norður hefur gengið vel

Húsnæðið að Bárustígi 9 hefur hýst tímabundna verslun 66° Norður frá því á goslokum en verslunin mun loka nú að Þjóðhátíðinni lokinni. Þar má finna vörur sem einnig má finna á útsölumörkuðum útifatnaðarrisans en þó einnig nýrri flíkur. Eyjafréttir heyrðu í eyjamærinni Esther Bergsdóttur, starfsmann í verslun. „Búðin hefur gengið mjög vel og hafa heimamenn og […]
Föstudagur í myndum

Setning á Þjóðhátíð Vestmannaeyja fór fram í gær í blíðskaparveðri. Addi í London var á staðnum og smellti þessum skemmtilegu myndum af gestum og gangandi. (meira…)
Handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Flest voru verkefnin tengd ölvun og gistu fimm fangageymslur. 15 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt og er einn aðili grunaður um sölu. Þá var einn aðili handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en hann var látinn […]
Myndband þegar brennan hrundi

Brenna var tendruð á Fjósakletti á miðnætti eins og löng hefð er fyrir. Fyrst er getið um brennu á Fjóskakletti árið 1929, en varðeldar í Herjólfsdal höfðu tíðkast á Þjóðhátíðum í smærri stíl frá árinu 1908. Brennan er einn af hápunktum Þjóðhátíðar og vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Það er vel þekkt að brennan hrynur […]
Besta deildin – Sannkallaður þjóðhátíðarleikur í dag kl. 14.00

„Allir leikir sem við eigum eftir eru úrslitaleikir, allt leikir sem við getum unnið. Deildin hefur spilast þannig að þrjú sterkustu liðin, Víkingur, Valur og Breiðablik tróna á toppnum en önnur lið eru í sama slag og við. Með góðum úrslitum í leikjunum sem við eigum eftir eru möguleikar á að komast í topp sex […]
Bálið á Fjósakletti lýsti upp Dalinn í blankalogni

Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp […]