Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Flest voru verkefnin tengd ölvun og gistu fimm fangageymslur. 15 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt og er einn aðili grunaður um sölu. Þá var einn aðili handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Ein líkamsárás hefur verið tilkynnt til lögreglu.
Veðrið hefur leikið við gesti og var blíðviðri á setningunni um miðjan dag í gær og í nótt var stafalogn þegar kveikt var í brennunni á fjósakletti. Lögregla metur það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á þjóðhátíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst