Svaðilför í Surtsey

Nú mundi ég hlæja ef ég væri ekki dauður hugsaði gamli maðurinn, liggjandi á kistubotni, hlustandi á sína eigin líkræðu, sprellifandi eftir læknamistök. Ágúst Halldórsson brá undir sig árum og kajakaði til Surtseyjar hér um daginn. Hann lét sér ekki nægja að róa þangað, heldur steig fæti á heilaga grund yngstu eyjar heimsins. Þar með […]
Pattaralegar pysjur og spáin góð

Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]
Landhelgisgæslan sótti Surtseyjarfara

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti vísindamenn og búnað þeirra úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Hluti hópsins […]
Fyrsta pysjan komin í hús

Fyrsta pysja haustsins er komin í hús en það var hún Eygló Rós Sverrisdóttir sem fann hana í nótt við Slippinn. Hún verður vigtuð í hádeginu og því næst sleppt. Þess má geta að einnig fannst pysja í Reykjavík í síðustu viku. „Það er erfitt að segja til um það alveg strax en þetta gæti […]
Vestmannaeying nr. 4600 afhent blóm

Þann 2. ágúst sl., voru Vestmannaeyingar 4600 talsins Það var Sigurður G. Óskarsson sem var Vestmannaeyingur númer 4600, en hann er að flytja til Eyja með konu sinni, Anniku Vignisdóttur og tveimur börnum. Þess má geta að þau eru Eyjafólk sem hafa ákveðið að flytja aftur heim. Ekki hafa fleiri verið búsettir i Eyjum síðan […]
Tímabundið heimsóknarbann á Hraunbúðum

Tímabundið heimsóknarbann tók gildi á Hraunbúðum í gær sökum sýkingar sem herjar á heimilisfólkið. (meira…)
Þjóðhátíðarnefnd þakkar komuna

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vill þakka gestum sínum fyrir komuna á Þjóðhátíð 2023. Þjóðhátíðin gekk mjög vel fyrir sig og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár sem í boði var og voru til fyrirmyndar. Samstarf við viðbragðsaðila, tæknifólk og listamenn gekk frábærlega og þessi hátíð væri ekki jafn glæsileg ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar innlegg. Fjöldi […]