Nú mundi ég hlæja ef ég væri ekki dauður hugsaði gamli maðurinn, liggjandi á kistubotni, hlustandi á sína eigin líkræðu, sprellifandi eftir læknamistök.
Ágúst Halldórsson brá undir sig árum og kajakaði til Surtseyjar hér um daginn. Hann lét sér ekki nægja að róa þangað, heldur steig fæti á heilaga grund yngstu eyjar heimsins. Þar með braut hann landsins lög og skal nú svara fyrir verknaðinn.
Líklega er Ágúst Halldórsson fyrsti maðurinn sem sté fæti í hið heilaga vé, og fær nú að njóta þess að lenda á stalli frumherja eins og Leifs Eiríkssonar og Neil Armstrong. Já, sumir eru heppnari en aðrir.
Ágúst birti myndir af sér, sem lýsa listfengi landkönnuðarins, teknar úr dróna sem hvorki Neil né Leifur höfðu tök á að verða sér út um þegar þeir stigu út úr hversdagsleikanum inn í veröld frægðar, frægðar sem heldur nafni þeirra á lofti um alla eilífð. Kannski verða það örlög Ágústs eftir þessa dínamísku framistöðu.
Ein mynda Ágúst vöktu mér meiri athygli en aðrar. Þar stóð hann upp á ferköntuðum kumbalda sem var svo vaglega gerður frá náttúrunnar hendi, að hver einasti smiður hefði verið stoltur af framkvæmdinni. Já, svona er náttúran undursamleg. Auðvitað er þessi náttúrudjásn á heimsmynjaskrá UNESCO, minna má það nú ekki vera.
En elsku Ágúst minn. Mér þykir leitt að þurfa að segja þér þá sorgarsögu að þeir eru fleiri en tölu verður á komið sem hafa stigið fæti á lendur Surtseyjar. Líklega hafa þeir hinir sömu þrifið skóna sína vel í flæðamálinu áður en til uppgöngu var haldið, minnugir þess að þeir eru víst ekki hluti náttúrunnar, og því nauðsynlegt að hafa varann á.
Hvað starfsmenn Náttúrufræðistofnunar varðar skil ég þá mjög vel að kæra Ágúst. Eitthvað verður blessað fólkið að hafa fyrir stafni þegar hausta tekur og Surtseyjaferðir lagðar af. Því hlýtur það að vera kjörið tækifæri eftir annasamt sumar að hafa eitthvað til að fitla við og aumingja Ágúst því kærkomið fórnarlamb.
En hvað hefst svo með því að kæra þennan skelfilega verknað? Lögfræðingur stofnunarinnar fær í nógu að snúast. Héraðssaksóknari kallar til yfirheyrslu með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Málið tekið fyrir dóm, dómstól sem væntanlega hefur í nógu mikilvægara að snúast en að vera að velta því fyrir sér hvort þessi ”forherti glæpon” skuli gjalda verknaðarins. Hverju skilar þessi vitleysa. Verði Ágúst sakfelldur verður ”glæponinn” væntanlega látinn greiða himinháa sekt, engum til gagns.
Að lokum þetta. Hvernig voru þeir sem byggðu glæsihýsið á toppi Surtseyjar undir þann ósmekklega verknað búnir? Voru þeir og byggingarefnið dauðhreinsað áður en verknaðurinn átti sér stað? Er kannski ástæða til að sækja þá til saka ”glæponana” þá eða er mál þeirra fyrnt. Hvað Ágúst blessaðan varðar held ég að réttast væri að bíða smá tíma, leyfa málinu fyrnast og leggjast í dá um aldur og ævi.
Alfreð Alfreðsson
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst