Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vill þakka gestum sínum fyrir komuna á Þjóðhátíð 2023.
Þjóðhátíðin gekk mjög vel fyrir sig og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár sem í boði var og voru til fyrirmyndar. Samstarf við viðbragðsaðila, tæknifólk og listamenn gekk frábærlega og þessi hátíð væri ekki jafn glæsileg ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar innlegg.
Fjöldi sjálfboðaliða vann sleitulaust við undirbúning og skipulagningu fyrir hátíðina og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf.
Forsalan er hafin fyrir Þjóðhátíð 2024.
Takk fyrir komuna og sjáumst 2. ágúst á næsta ári.
Þjóðhátíðarnefnd ÍBV
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst