Færri pysjur en að meðaltali síðustu 20 árin

Nú hafa 94 pysjur verið skráðar í Pysjueftirlitið, þar af 38 vigtaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu að Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur nú lokið að taka saman niðurstöður Pysjueftirlitsins frá upphafi þess árið 2003. Í línuritinu að neðan er að sjá dreifingu á lundapysjunum í ár og að færri pysjur eru komnar […]
Laufey opnar fyrir jól

Laufey Welcome Center, ný þjónustumiðstöð við Landeyjarhafnarafleggjarann er komin vel á veg og reiknar Eyjamaðurinn Sveinn Waage markaðs- og rekstrarstjóri Svarsins ehf, sem byggir Laufey að stöðin verði klár að taka á móti gestum fyrir jól í það minnsta. „Já, það er ofsalega ánægjulegt að sjá Laufey rísa eftir áralangan undirbúning þar sem gengið hefur […]
„Vildi að ég gæti gert þetta hundrað milljón sinnum”

Það var hinn níu ára gamli Alex Óli Jónsson sem bar sigur af hólmi í Söngvakeppni barnanna í flokki 9 til 12 á Þjóðhátíð í ár. Alex Óli söng sig inn í hjörtu þjóðhátíðargesta með laginu „Lítill drengur” eftir Magnús Kjartansson og Vilhjálm Vilhjálmsson. Í yngri flokki voru það Eyjastúlkurnar Margrét Perla Bragadóttir og Saga […]
Jafnteflið gegn HK kveikir vonir

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV og liðið allt hafði ástæðu til að fagna eftir 2:2 jafntefli við HK í Kópavogi í Bestu deild karla í gærkvöldi. Eyjamenn lentu 2:0 undir en gáfust ekki upp og náðu að jafna undir lok uppbótartíma. Gott innlegg í baráttuna framundan en á brekkan er brött. Eyjamenn í fallsæti með 18 […]
Flýta leikjum vegna veðurs

Meistarakeppni HSÍ karla og kvenna sem átti að fara fram nk. laugardag hefur verið flýtt. Veðurspáin fyrir laugardaginn er slæm og gerði liðunum erfitt fyrir að komast til og frá Vestmannaeyjum.Ákveðið hefur verið að Meistarakeppni HSÍ karla, þar sem ÍBV og Afturelding mætast, verður spiluð í Vestmannaeyjum 31. ágúst kl. 17:00. Meistarakeppni HSÍ kvenna, þar […]
Nú er hægt að “ættleiða” lunda í Sealife

Á facebook síðu Sealife kemur fram að nú í fyrsta sinn sé hægt að “ættleiða” eða með öðrum orðum styðja við lunda sem fundið hafa varanlegt heimili hjá Sealife. Fram kemur að lundarnir séu í þeirra umsjá vegna þess að þeir myndu annars ekki lifa af í náttúrunni. Allir hafa þeir fengið nöfn og hafa […]
Kojurnar settar upp að nýju

Næstkomandi fimmtudag 31. ágúst verða kojurnar á 4. hæð Herjólfs settar upp að nýju. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að vegna þess munu falla niður ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl 23:15 frá Landeyjarhöfn. Frá og með 1. september verður hægt að bóka koju í þær ferðir sem færast sjálfkrafa ef sigla þarf […]
Mágkonur sem smellpössuðu saman

Mágkonurnar Sara Renee Griffin og Una Þorvaldsóttir hafa skemmt gestum þjóðhátíðar síðan árið 2018. Þær stöllur komu fram saman á föstudagskvöldinu árið 2022 og 2023 en Sara kom einnig fram árið 2018. Sara steig fyrst á svið þegar hún vann söngvakeppni barna árið 2012 og fékk í kjölfarið að syngja á stóra sviðinu um kvöldið […]