„Vildi að ég gæti gert þetta hundrað milljón sinnum” 
29. ágúst, 2023

Það var hinn níu ára gamli Alex Óli Jónsson sem bar sigur af hólmi í  Söngvakeppni barnanna í flokki 9 til 12 á Þjóðhátíð í ár. Alex Óli söng sig inn í hjörtu þjóðhátíðargesta með laginu „Lítill drengur” eftir Magnús Kjartansson og Vilhjálm Vilhjálmsson. Í yngri flokki voru það Eyjastúlkurnar Margrét Perla Bragadóttir og Saga Margrét Sindradóttir, 6 ára, sem sigruðu með þjóðhátíðarlaginu frá því í fyrra. 

Alex Óli býr í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni en hann á frændfólk í föðurlegg í Vestmannaeyjum. Þá vann móðurafi hans lengi á Vestmannaey VE og á fjölskyldan mikið af vinafólki í Eyjum vegna þess. Þetta er í fyrsta skiptið sem Alex Óli fer á Þjóðhátíð en hann er staðráðinn í að mæta aftur að ári.  

Alex Óli á Brekkusviðinu ásamt Gísla Stefánssyni.
Margrét Perla Bragadóttir og Saga Margrét Sindradóttir 6 ára, sigruðu yngri flokk í Söngvakeppni barnanna á Þjóðhátíð með laginu Eyjanótt.

Ekki mikið fyrir Villa Vill 

„Nei, bara alls ekki” segir hann er spurður hvort hann hlusti mikið á Vilhjálm Vilhjálmsson. Lagið sé þó í uppáhaldi en hann hafi þurft að læra það fyrir tónlistarþættina „Bestu lög barnanna” á Sjónvarpi Símans. Upptökur af þáttaröð tvö eru í gangi núna og koma þættirnir út eftir áramót. Eftirlætistónlistarmenn Alex Óla eru þeir bræður Jón Jónsson og Friðrik Dór, en þá er Herra Hnetusmjör líka í miklu uppáhaldi. 

Frá þriggja ára aldri hefur Alex Óli verið á fullu í samkvæmisdansi. Hann æfir með Dansíþróttafélagi Kópavogs og ásamt því að hafa keppt mikið innanlands hefur hann þrisvar sinnum keppt úti í Englandi. Hefurðu unnið til margra verðlauna? „Rosalega margra sko, ég hef unnið nítján bikara og þrjátíu medalíur.” Þá var Alex Óli einnig í söngnámi frá fimm til sjö ára aldri þegar hann tók þrjár annir í Söngskóla Maríu Bjarkar.  

Frá þriggja ára aldri hefur Alex Óli æft samkvæmisdans.

Ólýsanleg tilfinning 

„Ég átti ekki von á þessu og var bara ótrúlega glaður” segir Alex Óli um sigurinn og bætir við að hann hafi fundið fyrir smá stressi í byrjun en þegar hann var byrjaður að syngja var það fljótt að líða hjá. „Eins og ég sagði í viðtali við Stöð 2 þá vildi ég að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum.”  

Foreldrar Alex Óla, þau Jón Rúnar Gíslason og Þórunn Anna Ólafsdóttir, eru að rifna úr stolti yfir syninum og segja tilfinninguna ólýsanlega. „Ekki hægt að vera stoltari” segir Þórunn. Á heimili fjölskyldunnar er mikið um tónlist og taka þeir feðgar oft lagið saman en þá syngur Alex Óli við undirspil pabba síns á gítar. 

En hvað gerðir þú í Eyjum annað en að vinna keppnina? „Það var ógeðslega mikið sko. Ég fór í sund og fór náttúrulega á kvöldvökurnar þegar það var verið að syngja, og svo spranga og fullt.” Nú byrjar rútínan aftur hjá Alex Óla eins og svo mörgum en hann er á leið í 5. bekk í Lindaskóla og hlakkar mikið til.  

„Takk fyrir mig og sjáumst á næsta ári” segir Alex Óli, ungi tónlistarlistamaðurinn og danskappi, að lokum. 

Viðtalið við Alex Óla er einnig að finna í 16. tölublaði Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst