Á facebook síðu Sealife kemur fram að nú í fyrsta sinn sé hægt að “ættleiða” eða með öðrum orðum styðja við lunda sem fundið hafa varanlegt heimili hjá Sealife. Fram kemur að lundarnir séu í þeirra umsjá vegna þess að þeir myndu annars ekki lifa af í náttúrunni. Allir hafa þeir fengið nöfn og hafa sinn eigin karakter.
Nánari lýsing á lundunum og hvað felst í verðinu að “ættleiða” eða styðja við lunda er að finna á heimasíðu Sealife.
Hér má sjá skemmtilegt myndband af íbúunum.
Mynd: Sealife Trust Beluga Whale Sanctuary.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst