Hákon Daði færir sig til Eintracht Hagen

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson samdi í dag við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen sem leikur í næst efst deild. Keppni í 2. deild hófst í kvöld en Hagen á leik á morgun á heimavelli gegn Bietigheim. Standa jafnvel vonir til þess að Hákon Daði verði í liðinu strax í fyrsta leik. Hann staðfesti vistaskiptin við handbolti.is […]

Nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hækkunin tekur gildi í dag. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í […]

Gísli Helga, Eyjapistlarnir og Eyjalögin í Salnum

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir […]

Stelpurnar mæta Val í meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Leiknum verður streymt á Valur TV. (meira…)

Töluvert af fiski innan um síldina

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 82 tonnum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Um 37 tonn af aflanum var ufsi en síðan var mest af þorski og ýsu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist í samtali við vef Síldarvinnslunnar vera ánægður með túrinn. „Þetta gekk bara býsna vel. Við byrjuðum á Pétursey og fórum austur á Höfða og síðan var […]

Ársfundur Samtaka þekkingarsetra

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.   Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa […]

Hybrid gras á Hásteinsvöll?

hasteinsvollur_2021.jpg

Greint var frá því í vikunni að FH-ingar séu vel á veg komnir með framkvæmd við lagningu á svokölluðu hybrid grasi á æfingavöll sinn í Kaplakrika. FH-ingar vonast til að geta lagt eins gras á aðal keppnisvöll sinn á næstu þremur til fjórum árum. Haft var eftir Jóni Rúnari Halldórssyni, fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH sem […]

Herjólfur – Óvissa með Landeyjahöfn

Fréttatilkynning frá Herjólfi:  Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinnipartinn á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir morgundagsins eru á áætlun en ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega til þess […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.