Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Hækkunin tekur gildi í dag. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í 430.000 kr. og styrkur vegna tannréttinga sem krefjast einungis meðferðar í efri eða neðri gómi hækka úr 100.000 kr. í 290.000 kr.
Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst