Fréttatilkynning frá Herjólfi:
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinnipartinn á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir morgundagsins eru á áætlun en ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega til þess að ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á.
Sama á við um helgina, spá gefur til kynna háa ölduhæð í Landeyjahöfn. Við gefum frá okkur tilkynningu varðandi það seinnipartinn á morgun eða amk fyrir kl. 06:00 á laugardagsmorgun.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst