Sigurður Arnar áfram með ÍBV

Sigurður Arnar Magnússon verður áfram leikmaður ÍBV og tekur þátt með liðinu í Lengjudeildinni á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Sigurður er 24 ára varnarmaður sem hefur einnig leikið á miðjunni í nokkrum leikjum, en hann er Eyjamaður mikill og kemur til með að gera atlögu að sæti í efstu […]
Heimaeyjar-gossins minnst

Á morgun, laugardaginn 27. janúar milli klukkan 13 og 14 verður boðið uppá dagskrá í Sagnheimum, þar sem minnst verður upphafs eldgossins á Heimaey fyrir röskri hálfri öld. Tryggvi Sigurðsson, Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason fjalla þar um gosupphafið. Tryggvi Sigurðsson rekur ferðasögu nokkurra báta er fóru hina örlagaríku nótt til lands en hann er […]
Langstærsta framkvæmda-leyfi sem bærinn hefur gefið út

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. ÞEtta segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að um sé að ræða samkomulag sem taki til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og […]
Elliði Snær grófastur á EM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur lokið leik á EM í ár. Sitt sýnist hverjum um árangur liðsins en tölfræði liðsins segir þó sína sögu. Það vekur athygli að Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson kemst víða á blað. Elliði var í 9. sæti yfir bestu varnarmenn mótsins út frá tölfræðiþáttum með þrjú varin skot skráð og fjóra […]
Samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða samkomulag sem tekur til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II. Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni […]
Fleiri geta tengst Eygló

Áfram fjölgar húsum sem geta tengst ljósleiðaraneti Eyglóar. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Eygló ehf. muni reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa […]
Fasteignagjöld fyrir árið 2024

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið birtir rafrænt á island.is Álagningarseðlar verða sendir með bréfpósti til allra þeirra sem náð hafa 70 ára aldri. Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar á milli ára úr 0,268% í 0,250% (A flokkur), hlutfallið helst óbreytt á opinberar stofnanir (B flokkur), þ.e. 1,32% og hlutfallið lækkar úr 1,40% […]