Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið birtir rafrænt á island.is
Álagningarseðlar verða sendir með bréfpósti til allra þeirra sem náð hafa 70 ára aldri.
Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar á milli ára úr 0,268% í 0,250% (A flokkur), hlutfallið helst óbreytt á opinberar stofnanir (B flokkur), þ.e. 1,32% og hlutfallið lækkar úr 1,40% í 1,35% á annað húsnæði (C flokkur), þ.m.t. atvinnuhúsnæði. Með þessu er dregið úr áhrifum hækkunar fasteignamats á íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Viðmiðunarfjárhæð hækkar í reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum.
Ný viðmið eru:
1. Fyrir einstaklinga:
a. Brúttótekjur 2022 allt að 6.000.000 kr: Full niðurfelling.
b. Brúttótekjur 2022 allt að 6.300.000 kr: 70% afsláttur.
c. Brúttótekjur 2022 allt að 6.500.000 kr: 30% afsláttur.
2. Fyrir hjón:
a. Brúttótekjur 2022 allt að 8.200.000 kr. Full niðurfelling.
b. Brúttótekjur 2022 allt að 8.700.000kr. 70% afsláttur.
c. Brúttótekjur 2022 allt að 9.300.000 kr. 30% afsláttur.
Nánari upplýsingar má sjá í eftirfarandi gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst