Langstærsta framkvæmda-leyfi sem bærinn hefur gefið út
26. janúar, 2024
vidlagafjara_211123_hbh
Frá Viðlagafjöru. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. ÞEtta segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir jafnframt að um sé að ræða samkomulag sem taki til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II.

Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 1 og tveggja til þriggja eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 2 ásamt tengdri starfsemi s.s. slátrun, pökkun, vinnslu, starfsmannaaðstöðu, kassagerð, geymslur og byggingar tengdar eldisstarfseminni.

Framkvæmdaleyfið fyrir verkefnið í Viðlagafjöru er lang stærsta framkvæmdaleyfi sem Vestmannaeyjabær hefur gefið út. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið eins og Vestmannaeyjar að fá aukna fjölbreytni í atvinnulífið og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu.

Samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimay

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst