Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur lokið leik á EM í ár. Sitt sýnist hverjum um árangur liðsins en tölfræði liðsins segir þó sína sögu. Það vekur athygli að Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson kemst víða á blað.
Elliði var í 9. sæti yfir bestu varnarmenn mótsins út frá tölfræðiþáttum með þrjú varin skot skráð og fjóra stolna bolta. Næst efstur Íslendinga á eftir Elvar Erni Jónssyni. Elliði Snær er líka með flest refsistig á mótinu. Hann er alls með 24 slík en hann fékk eitt rautt spjald og átta sinnum fékk hann tveggja mínútna brottvísun sem var mest á mótinu. Vissulega var rauða spjaldið hans í lokaleiknum afar skrýtið en tölfræðin varðandi tveggja mínútna brottvísanir lýgur ekki.
Tveggja mínútna brottvísanir
Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð, handbolti.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst