Þurfum svör, aðgerðir og framtíðarsýn

Næstkomandi þriðjudag verður haldinn íbúafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Þar mæta m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greinir frá því á facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi sent fundarboð á alla þingmenn Suðurkjördæmis og alla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Samgöngur eru gríðarlega mikilvægt hagsmunamál […]
KSÍ – Ingi Sig í formannsslaginn?

Fótbolti.is greinir frá því að Eyjamaðurinn og fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu, Ingi Sigurðsson sé að íhuga framboð til formanns KSÍ. Eins og komið hefur fram býður Vanda Sigurgeirsdóttir sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson hafa staðfest framboð. […]
Fallegt vetrarveður

Hægt er að tala um að í dag sé fallegt vetrarveður í Eyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar, sem fór um Heimaey fyrr í dag. (meira…)
Hitaveitan – Vestmannaeyjar í gapastokk orkupakkanna

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum við Eyjafréttir sem ræddu við hann í október sl. […]
Bæjarstjóri – Auknar niðurgreiðslur vegna húshitunar

„Bæjarráð Vestmannaeyja hefur mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað eftir skýringum hjá HS-veitum, Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu. HS- veitur hafa sérleyfi og við íbúar getum bara skipt við það fyrirtæki þegar við kaupum varmaorku til húshitunar. Það er umhugsunarefni að varmadælustöðin virðist alls ekki skila neinni lækkun á gjaldskrá eins og lagt var upp […]
Skoða leiðir til aðstoðar Grindvíkingum

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku var umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra. Þar var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa […]
Ingi sagður íhuga framboð

78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar næstkomandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá sambandinu. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður eru þeir einu sem hafa staðfest framboð til formanns, en framboðsfrestur rennur út þann 10. febrúar. Vefmiðillinn Fótbolti.net […]
Funduðu með ráðherra um útivistartíma

Vinkonurnar Sara Rós Sindradóttir og Ingibjörg Emilía Sigþórsdóttir eru 10 ára. Þær eru duglegar að taka sér hin ýmsu verk fyrir hendur. Þeim finnst skemmtilegt að fara í sund og út að leika sér á kvöldin. Þær hafa þó báðar lent í því að vera vísað upp úr sundi klukkan hálf átta eða verið meinaður […]