78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar næstkomandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá sambandinu.
Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður eru þeir einu sem hafa staðfest framboð til formanns, en framboðsfrestur rennur út þann 10. febrúar.
Vefmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því að að samkvæmt heimildum þeirra sé líklegt að Ingi Sigurðsson blandi sér í slaginn og verði þriðji frambjóðandinn, en Ingi sat um tíma í stjórn sambandsins.
https://eyjar.net/2022-02-14-ingi-saekist-ekki-eftir-endurkjori/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst