„Kærleikur er magnað verkfæri“

Aðalfundur Krabbavarnar var haldinn í gær. Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir formaður félagsins segir í samtali við Eyjar.net að á fundinum hafi verið farið yfir starfsárið 2023 sem var mjög fjölbreytt. Unnið var að föstum viðburðum sem hafa tilheyrt félaginu til margra ára ásamt öðrum uppákomum eins og gríðarlega vel heppnuðu bleiku kvöldi og opnu húsi þar […]
ÍBV bikarmeistari í 4. flokki

ÍBV sigruði í kvöld Stjörnuna í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna. Leikurinn endaði með 25 – 14. Staðan í hálfleik var 11 – 7 ÍBV í vil. Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV skoraði 8 mörk í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn. Sannarlega glæsilegur árangur. (meira…)
Mæta botnliðinu fyrir norðan

Einn leikur fer fram í Olís deild kvenna í dag. Þá tekur lið KA/Þórs á móti ÍBV í KA heimilinu. Um er að ræða frestaðan leik úr 15. umferð. Lið KA/Þórs er á botni deildarinnar með 5 stig en Eyjaliðið er í fjórða sæti með 18 stig úr 17 leikjum. Flautað verður til leiks klukkan […]
Eyverjar skora á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins

Aðalfundur Eyverja félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn formaður stjórnar og með honum í stjórn sitja þau Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Guðný Rún Gísladóttir og Reynir Þór Egilsson. Auk þess sem kosin var ný stjórn sendi fundurinn frá sér eftirfarandi stjórnarályktun. “Vestmannaeyjar eru raunhagkerfi. Pattstöðuna […]
Tjón á Gjábakkabryggju

„Já, það varð sig þarna síðasta föstudag og var þá svæðið girt af.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri aðspurð um tjón sem varð á Gjábakkabryggju nýverið. Að sögn Dóru Bjarkar er Gjábakkakantur mjög gamall og hefur verið til vandræða síðustu ár hvað varðar sig. „Núna er verið að bíða eftir að skip sem liggur við […]
Ósk um betri kynningu

Skipulagsmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur í Vestmannaeyjum. Á það einkum við um stækkun hafnarinnar og hvar hægt sé að koma við nýjum hafnarköntum. Bæjaryfirvöld kynntu í byrjun árs tillögur að aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í nóvember sl. „Þörf fyrir stækkun á gámasvæði“ Fram kom í skipulagslýsingunni að […]
Muntra gefur út lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sinn fyrsta singul,hið fallega Færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. jan s.l. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað […]
Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal. Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og […]
Bikarúrslitaleikur í kvöld

Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem leika til úrslita í bikarnum um helgina en ÍBV á fleirri fulltrúa í höllinni um helginan. Fjórði flokkur kvenna ÍBV mætir Stjörnunni í kvöld kl. 20:00 í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll. Stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með góður sigri á Valsstúlkum 28-26 í Vestmannaeyjum í leik þar sem Agnes […]
Hljómsveitin Muntra gefur út sitt fyrsta lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sína fyrstu smáskífu, hið fallega færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. janúar sl. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu […]