„Já, það varð sig þarna síðasta föstudag og var þá svæðið girt af.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri aðspurð um tjón sem varð á Gjábakkabryggju nýverið.
Að sögn Dóru Bjarkar er Gjábakkakantur mjög gamall og hefur verið til vandræða síðustu ár hvað varðar sig.
„Núna er verið að bíða eftir að skip sem liggur við kantinn fari úr höfn þannig að við getum sent kafara niður til að kanna hvort þilið sé sprungið, farið undan því eða komið gat á þilið. Það verður ekkert hægt að gera fyrr en við erum búin að ná að láta meta þetta.“ segir hún.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst