Þingmenn svara Eyjar.net

Eyjar.net sendi í síðustu viku spurningu til allra 10 þingmanna Suðurkjördæmis vegna synjunar HS Veitna um beiðni Eyjar.net á gögnum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum gjaldskrár á heimili í Eyjum. Þrír þingmenn hafa svarað fyrirspurninni sem hljóðar svo: „Samkvæmt orkulögum er veitustarfsemi takmörk sett þegar kemur að gjaldskrá þess. Veitan getur tekið sér 7% arð […]
Nokkur verkefni úr Eyjum hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrr úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru samtals 134, í flokki atvinnuþrónar- og nýsköpunarverkefna bárust 45 umsóknir og 89 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 40,5 m.kr. […]
Segir jákvæð teikn á lofti

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í síðasta mánuði. Farið var yfir stöðuna eftir þær breytingar sem grípa átti til í framhaldi af fundi bæjarstjórnar með heilbrigðiráðherra og forstjóra HSU fyrr á árinu. Ekki er komin mikil reynsla á þær en það eru þó jákvæð teikn á lofti samkvæmt því sem kom […]
Tjón á neyslulögn til umræðu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var til umræðu tjón á neyslulögn. Fram kom að vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með Vinnslustöðinni í næstu […]
Brýnt að ráðist verði í úrbætur sem fyrst

Um 10 metrar í þilinu á Gjábakka er ónýtt. Fulltrúar frá Vegagerðinni hafa skoðað neðansjávarmyndir sem teknar voru og úrskurðað að ekki sé hægt að gera við kantinn heldur að þörf sé á endurbyggingu. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Ráðið lýsir áhyggjum sínum og telur brýnt að ráðist […]
Íbúakosning jafngildir að hætta við verkið

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn vísaði málinu um listaverkið til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. […]
Hafa áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn

Efnistaka við Landeyjahöfn er nú í skipulagsferli. Fyrirtækið HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. (HPM) skilaði matsáætlun til Skipulagsstofnunar þann 22. desember sl. vegna efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn. Allt að 65-80 milljónir rúmmetrar af efni Fyrirhugað er að vinna allt að 65-80 milljónir rúmmetra af efni á efnistökusvæðinu og áætlað að það taki um 30 ár, […]
Funda vegna frekari tjónabóta

Tjón á neysluvatnslögn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á föstudaginn var. Fram kemur í fundargerð að vátryggingafélag útgerðarinnar hafi viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með […]