Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í síðasta mánuði.
Farið var yfir stöðuna eftir þær breytingar sem grípa átti til í framhaldi af fundi bæjarstjórnar með heilbrigðiráðherra og forstjóra HSU fyrr á árinu. Ekki er komin mikil reynsla á þær en það eru þó jákvæð teikn á lofti samkvæmt því sem kom fram í máli forstjóra HSU á fundinum. Bæjarráð lagði mikla áherslu á að allt yrði gert til að bæta umgjörð HSU til að hægt sé að efla þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum, segir í bókun ráðsins.
https://eyjar.net/vaxandi-ahyggjur-af-umgjord-og-thjonustustigi-hsu/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst