„Verið að hægja á okkur”

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Eyjum á mánudag. Bæði skip voru með fullfermi og afli beggja að mestu þorskur og ýsa. Bergur mun halda á ný til veiða um hádegisbil í dag og Vestmannaey í kvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á Bergi og spurði frétta. „Við lönduðum […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1605. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, fimmtudag og hefst hann kl. 17:00. Meðal erinda er síðari umræða um ársreikning, samgöngumál, þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, efnistaka við Landeyjahöfn og framtíðaruppbygging og lóðaframboð í bænum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 -SEINNI […]
Siglt í Landeyjahöfn

Ófært var fyrir Herjólf til Landeyjahafnar í morgun. Nú hafa aðstæður lagast og því verða næstu ferðir sigldar þangað. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)
Framlengja frest landeigenda

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Í tilkynningu óbyggðanefndar segir að framlengingunni sé ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því […]
Tilkynning frá óbyggðanefnd

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við […]
Biðla til fólks að hætta þessari iðju

Undanfarna daga höfum við fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu segir í tilkynningu á facebook síðu Slökkviliðs. Vestmannaeyja Í hádeginu á föstudaginn sl. kviknaði í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus […]
Elmar til Nordhorn

Handboltamaðurinn Elmar Erlingsson hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Elmar hafi verið í lykilhlutverki hjá ÍBV síðustu ár og var til að mynda Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Elmar var einnig valinn besti leikmaður Olís deildarinnar samkvæmt hbstatz. „Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt […]
Verulegur samdráttur í mars

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 23,4 milljörðum króna í mars samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruskipti í mánuðinum sem Hagstofan birti í vikunni. Þetta er fremur rýr marsmánuður miðað við undanfarin ár og í raun hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða ekki verið minni í mars í 6 ár. Útflutningsverðmæti sjávarafurða voru á hinn bóginn óvenju mikil í sama mánuði í […]
Úrslitakeppnin hefst í dag

Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV. Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi […]
Segir íbúakosningu þýða að hætt verði við verkið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísaði málinu um listaverk í tilefni 50 ára gosloka til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að Páll […]