Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV.
Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur.
Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi lið hafa háð margar spennandi úrslitarimmur síðustu ár og þarf ekki að
leita lengra en tæpt ár þegar liðin léku til úrslita í Íslandsmótinu þar sem ÍBV stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Leikir liðanna í vetur hafa þó ekki verið mjög spennandi. ÍBV lagði Hauka nokkuð
auðveldlega á heimavelli í september og tapaði svo illa á útivelli gegn Haukum í upphafi árs. Haukar voru síðan takmörkuð fyrirstaða fyrir ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem ÍBV vann með sex mörkum. Það er því ómögulegt að segja hvað verður boðið upp á í íþróttamiðstöðinni í kvöld í fyrsta
leik liðanna í 8 liða úrslitum.
Flautað verður til leiks klukkan 19:45 en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Liðin mætast aftur á sunnudag á Ásvöllum klukkan 16:00, komi til þriðja leiks verður hann leikinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 18:00 í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst