Hanna Carla stýrir samræmingu svæðisstöðva

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðisskrifstofa íþróttahéraða. Um er að ræða tímabundna ráðningu en Hanna Carla hóf störf í byrjun mars. Hanna Carla verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal. Hanna Carla Jóhannsdóttir er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í […]
Fjárfesting í fiskeldi aldrei meiri

Fáar atvinnugreinar hér á landi hafa verið í jafn mikilli sókn á undanförnum árum og fiskeldi. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað kemur eðlilega ekki til af sjálfu sér enda liggur gríðarleg vinna og fjármagn að baki við skipulag og framkvæmdir af hálfu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram kemur í Radarnum – fréttabréfi SFS. […]
Rútuferðir í Kaplakrika

Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)
Addi í London kveður VSV

Addi í London (Ísleifur Arnar Vignisson) á að baki langan og farsælan starfsferil í sjávarútvegnum. Fyrst hjá Fiskiðjunni og síðan hjá Vinnslustöðinni. Hann hefur nú unnið sinn síðasta vinnudag hjá VSV og af því tilefni er litið yfir feril hans í viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Viðtalið má einnig lesa hér að neðan. „Ég varð sjötugur 21. […]
Addi í London hættir eftir 52 ár

„Það toppa fáir Adda í London varðandi hollustu í starfi. Eftir 52 ár í starfi hjá sama fyrirtæki er kallinn farinn í önnur verkefni lífsins. Vel gert Addi og takk fyrir þitt framlag. Hannes tók við lyklunum í alvöru netaverkstæðakaffiboði,“ segir á Fésbókarsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ísleifur Arnar Vignisson, er maður ekki einhamur og þess höfum við […]
Bærinn og Viska í samstarf um Mey

Vestmannaeyjabær og Viska hafa gert með sér samstarfssamning vegna Mey – kvennaráðstefnu þar sem markmiðið er að styðja við kraft kvenna, efla menningarlíf og lengja ferðaþjónustutímabilið. Samningurinn var af Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Minnu Björk Ágústsdóttur, forstöðumanni Visku, að því er segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Mey var haldin í fyrsta skipti í fyrra […]
Lagnir teknar á land

Nú standa yfir framkvæmdir við smábátabryggjurnar í Vestmannaeyjahöfn. Búið er að flytja til stórgrýti og nú er verið að moka upp efni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra er verið að moka til að taka í land frárennslislagnirnar sem búið er að moka fyrir þvert yfir höfnina. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í gær. (meira…)
Hákon Daði framlengir hjá Hagen

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í gærkvöldi á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Greint er frá þessu á vefnum handbolti.is. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina. Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að […]
Þjóðhátíð dreifist inn í miðbæ

Fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja lágu umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð […]