Tímamót – Stórafmæli og ráðstefna

Á morgun, sunnudag minnast Eyjafréttir og Eyjar.net merkra tímamóta, annars vegar 50 ára afmælis Eyjafrétta og tíu ára afmælis Eyjar.net og hins vegar opnun sameiginlegrar fréttasíðu,  eyjafrettir/eyjar.net. Hefst með móttöku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja kl. 13.00 á morgun, sunnudag og í kjölfar hennar er ráðstefna um stöðu héraðsfréttamiðla  og er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra […]

Leggur til 15 daga lundaveiði

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum í fimmtán daga þetta sumarið. Veiðin verður leyfð dagana 27. júlí til 11. ágúst. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins frá fundi þess í vikunni. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið […]

Föstudagurinn í myndum

Venju samkvæmt var mikið fjör í gær á föstudegi á Goslokahátíð. Fjölmennt var í bænum og létu hátíðargestir sig ekki vanta í rjómablíðunni á Bárustíg, en þar var tónlist og grillaðar pylsur í boði Landsbankans. Leikfélag Vestmannaeyja var á vappi um svæðið og Litla skvísubúðin stóð fyrir glæsilegri tískusýningu. Íþróttafélagið Ægir bauð upp á kennslu […]

Leiðist að vera í fríi og saknar skólans

Mánuður er nú liðinn frá skólaslitum Grunnskóla Vestmannaeyja og er rétt rúmlega mánuður þar til skólahald hefst að nýju. Við heyrðum í börnunum um sumarfrí og goslok. Nafn: Eiður Gauti Theodórsson Aldur: 7 ára 9. desember Fjölskylda: Mamma mín heitir Linda Björg og pabbi minn heitir Theodór, systkin mín heita Elísabet Dögun og Theodór Ingi. […]

„Þetta kvöld verður góð bíómynd“

Þeir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir í VÆB eru bræður úr Kópavogi sem hafa verið í tónlist allt sitt líf og slógu rækilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2024 með lagið sitt Bíómynd. Þeir stíga á stokk á kvöldskemmtuninni á Vigtartorgi í kvöld beint á eftir eyjamærunum Unu og Söru. Síðar um kvöldið mun […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.