Litið inn í Herjólfsdal með Halldóri B.

Halldór B. tók snúning um Eyjuna og myndaði meðal annars mannlífið í Herjólfsdal. Nóg er um að vera þar og undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í fullum gangi. Mannvirkin eru mörg hver komin upp og verið er að mála regnbogabrúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið undir myndbandinu er Sumarkvöld og er flutt af Grétari Örvarssyni. […]
Forsölu lýkur í kvöld

Nú eru aðeins tvær vikur í 150 ára stórafmæli Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og verður öllu til tjaldað í tilefni þeirra tímamóta. Aðeins eru nokkrir klukkutímar til stefnu þar til að forsölu á þjóðhátíðarmiðum lýkur á miðnætti í kvöld. Hægt er að tryggja sér miða inn á dalurinn.is (meira…)
Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]
Molda með nýjan slagara

„Hér er á ferðinni óheflað þjóðhátíðarrokk af gamla skólanum“ segir Helgi Tórshamar, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Moldu, um nýtt lag hljómsveitarinnar. Lagið heitir Í hálfa aðra öld og kom út á Spotify í gær. Lag og texti er eftir Moldu, en Sævar Helgi Geirsson og Kristín Viðja hjálpuðu til með textagerð. Viðja syngur bakraddir, og stórvinur hljómsveitarinnar, […]
Smekkfull af ýsu

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Eyjum á þriðjudaginn en landað var úr skipinu deginum á eftir. Þetta var fyrsta veiðiferð Vestmannaeyjar að afloknu fimm vikna stoppi. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í gær. Þar var hann fyrst spurður um hve langur túrinn hefði verið. “Hann var ekki nema […]
Mæta botnliðinu á Hásteinsvelli

Fjórir leikir fara fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍR. ÍBV í sjötta sæti með 13 stig að afloknum 10 umferðum, en ÍR-stúlkur sitja á botni deildarinnar með aðeins 4 stig. Eini sigur liðsins kom í fyrri leiknum gegn ÍBV í annari umferð mótsins. Flautað er til leiks á […]