„Hér er á ferðinni óheflað þjóðhátíðarrokk af gamla skólanum“ segir Helgi Tórshamar, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Moldu, um nýtt lag hljómsveitarinnar. Lagið heitir Í hálfa aðra öld og kom út á Spotify í gær.
Lag og texti er eftir Moldu, en Sævar Helgi Geirsson og Kristín Viðja hjálpuðu til með textagerð. Viðja syngur bakraddir, og stórvinur hljómsveitarinnar, ljúfmennið Grétar Lárus Matthíasson, var fenginn til að spila inn sólóið í laginu.
Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og Jóhann Ásmundsson um lokavinnslu og hljómjöfnun (e. mastering). Lagið var tekið upp í Stúdíó Paradís sl. júní.
Molda stígur á stóra sviðið á föstudagskvöldi þjóðhátíðar ásamt rokkkarlakór Vestmannaeyja.
Hér má hlusta á lagið:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst