Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Mikilvæg stig í toppbaráttunni

Eyja 3L2A1836

Eyjamenn unnu mikilvægan sigur, 1:0 í Lengjudeild karla á Dalvík/Reyni á heimavelli í gær. ÍBV byrjaði með krafti og skoraði Oliver Heiðarsson strax í upphafi leiks. Róðurinn þyngdist þegar þegar Hermann Þór fékk rautt í fyrri hálfleik en Eyjamenn héldu út og bættu við þremur stigum í toppslagnum. Eftir 13 umferðir er ÍBV í þriðja […]

Tyrkjaganga – annar hluti

Í gær sýndum við fyrsta hluta af þremur frá Tyrkjaránsdögum í boði Sögusetursins 1627 í Vestmannaeyjum. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp […]

Dögun vetnisaldar í augsýn

DÖGUN VETNISALDAR

Sprotafyrirtækið Grein Research hlaut viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar prófessors við Háskóla Íslands (HÍ) og var hún afhent á hátíðarmálþingi í hátíðarsal HÍ sem haldið var til minningar um Þorstein Inga þann 4  júní sl. Þá voru liðin 70 ár frá fæðingu hans. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenning er veitt úr […]

Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem  rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið […]

Opnað fyrir úthlutun lóða á morgun

Hvítu tjöldin eru ómissandi hluti af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og rís feiknar tjaldborg ár hvert í Dalnum. Eins og síðustu ár hefur úthlutun lóða farið fram rafrænt. Opnað verður fyrir lóðaumsóknir á morgun inn á dalurinn.is. Mikilvægt er að fylla út allar upplýsingar sem beðið er um og nauðsynlegt að vita nákvæma breidd á tjaldinu. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.