Í gær sýndum við fyrsta hluta af þremur frá Tyrkjaránsdögum í boði Sögusetursins 1627 í Vestmannaeyjum.
Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í sögu Vestmannaeyja og því er full ástæða til að minnast þeirra og miðla milli kynslóða Eyjamanna.
Komið var saman við Landakirkju í gær og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið upp á kaffi og svaladrykki. Göngustjóri var Ragnar Óskarsson.
Horfa má á upptöku Halldórs B. Halldórssonar frá Stakkagerðistúni hér að neðan. Dagskráin heldur áfram í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst