Hátíðarræða Þjóðhátíðar
Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir. Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði […]
Vinabæjasamband Vestmannaeyja og Pompei á dagskrá
Eyjamaðurinn Sigurjón á Ítalíu- Vill efla samskipti þjóðanna – Sameina matarmenningu beggja þjóða – Íslandsleiðangur í haust Eyjamaðurinn Sigurjón Aðalsteinsson sem dvelur langdvölum á Ítalíu er með margt á prjónunum þessa dagana. Hefur aflað sér mikilvægra viðskiptasambanda, á Íslandi og ekki síður á Ítalíu. Sér hann mikla möguleika á að koma ítölskum mat í hæsta […]
Dalurinn eitt stórt leðjusvað
Þá er vel heppnuð Þjóðhátíð að baki og bærinn byrjaður að róast. Unnið er hörðum höndum að þrifum í Herjólfsdal og hafa flestir tekið niður hústjöldin sín. Sökum leiðindaveðurs og átroðnings hefur stórt og mikið drullusvað myndast í Herjólfsdal. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net myndaði leðjuna í Brekkunni og við hvítu tjöldin. (meira…)
NovaFest á Þjóðhátíð
Heimaey umbreyttist í stærsta skemmtistað í heimi um helgina þegar NovaFest fór fram á Þjóðhátíð. Þar frumsýndi Nova nýtt hátíðarsvæði í Miðstrætinu þar sem þjóðhátíðargestir flykktust að til að sjá nokkur af stærstu nöfnunum í íslenskri tónlist í dag. Samnefnari Nova og Þjóðhátíðar er án efa íslensk tónlist og það var því borðleggjandi að Nova, […]
Lokakvöld Þjóðhátíðar fór vel fram
Það rættist ágætlega úr veðrinu á lokakvöldi Þjóðhátíðar þrátt fyrir óspennandi spá. Þjóðhátíðargestir léku á als oddi og fór hátíðin vel fram. 150 ára afmælistónleikarnir slógu í gegn þar sem Diljá, Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Sverrir Bergmann, Ragga Gísla, Hreimur og Eló komu fram og sungu úrval þjóðhátíðarlaga í bland við lög sem tengjast hátíðinni […]